Evrópulöndglærur

Undanfarnar vikur hef ég kynnt mér 2 ólík Evrópulönd sem ég ákvað að kynnast betur. Eftir að ég var búin að kynnast löndunum betur ákvað ég að gera glærukynningar um þau.

 Ég ákvað að byrja að gera um Serbíu, ástæðan fyrir vali mínu var vegna þess að Eurovision er haldið þar í ár en ég er mikill áhugamaður um Eurovision en einnig líka að ég hafi heyrt sögur um stríð frá Serbíu þegar ég var lítill og hef alltaf langað að " grúska " aðeins í þessu landi.

Seinna landið sem ég valdi var Króatía, ástæðan fyrir að ég valdi það var að frændi minn fór einu sinni til Króatíu og sagði mér áhugarverðar sögur þaðan, eftir svona spennandi sögur þarf ekki mikið til að kveikja upp í náms-Ragnari, svo ég fór strax að pikka inn í power point og gekk það misvel. Eftir að ég var hálfnaður gekk mér ekki svo vel að finna upplýsingar en þá kom wikipedia.org mér vel að gagni, það er frábær síða sem er nánast hægt a finna mikilvægar upplýsingar eini gallin við það er að hver og einn getur sett inn upplýsingar.

Eftir að mér fannst verkið fullunnið ákvað ég að setja það á slideshare og má finna það hér Happy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Már

Ath þetta slideshare drasl virðist ekkert vera að virka :(

Ragnar Már, 22.5.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband