Sumarfrí

Nú hefur skólaárinu í 7 bekk lokið. Mér fannst þetta búin að vera fín önn en núna er ég komin í sumarfrí og á næsta ári munu örlög þesssarar síðu ráðast.

Egla erlendis

Við höfum verið að vinna með Eglu í eina viku. Ég gerði ýmis verkefni upp úr bókinni þar sem öll verkefnin voru einhver greind eins og til dæmis málgreind, rýmisgreind og samskiptagreind. Ég og Leifur unnum saman og við vildum gera söguslóðir Eglu erlendis en við drógum um það . Við skiptumst á að skrifa inn í Power Point. Verkefnið gekk frekar vel fyrir utan að við gerðum óvárt um Borg á Mýrum en það er á Íslandi en tókum við það út. Síðan gerði ég líka verkefni þar sem ég átti að útskýra hvað hólmgöngur og að fara í víking er og líka segja hvað er gert í nútímanum í staðinn fyrir hólmgöngur. Síðan gerði ég líka leikrit með Leifi, Ægi og Guðmundi. Þið getið séð söguslóðir Eglu erlendis hér að neðan

Sumar verkefni

Þegar sumarfríið kláraðist seinasta haust var okkur gefið upp verkefni að gera einhvern stað sem maður hafði farið á og átti að gera hann áhugarverðan. Ég ákvað sjálfur að gera verkefnið í moviemaker. Strax fór ég að leita að myndum og grúska í upplýsingum því ég hafði bara stoppað stutta stund í Árborg. Mér gekk bara þokkalega en þegar þetta var fulltilbúið lét ég mömmu fara yfir og bætti hún frekar miklu við en eftir það var verkið fullkomið. Verkefnið má finna hér að neðan :

Evrópulöndglærur

Undanfarnar vikur hef ég kynnt mér 2 ólík Evrópulönd sem ég ákvað að kynnast betur. Eftir að ég var búin að kynnast löndunum betur ákvað ég að gera glærukynningar um þau.

 Ég ákvað að byrja að gera um Serbíu, ástæðan fyrir vali mínu var vegna þess að Eurovision er haldið þar í ár en ég er mikill áhugamaður um Eurovision en einnig líka að ég hafi heyrt sögur um stríð frá Serbíu þegar ég var lítill og hef alltaf langað að " grúska " aðeins í þessu landi.

Seinna landið sem ég valdi var Króatía, ástæðan fyrir að ég valdi það var að frændi minn fór einu sinni til Króatíu og sagði mér áhugarverðar sögur þaðan, eftir svona spennandi sögur þarf ekki mikið til að kveikja upp í náms-Ragnari, svo ég fór strax að pikka inn í power point og gekk það misvel. Eftir að ég var hálfnaður gekk mér ekki svo vel að finna upplýsingar en þá kom wikipedia.org mér vel að gagni, það er frábær síða sem er nánast hægt a finna mikilvægar upplýsingar eini gallin við það er að hver og einn getur sett inn upplýsingar.

Eftir að mér fannst verkið fullunnið ákvað ég að setja það á slideshare og má finna það hér Happy

 


Íslenska Hallgrímur Pétursson

Ég byrjaði á því að afla mér upplýsinga bæði í bókum og á netinu Devil. Síðan fór ég að koma niður orðum í word. Eftir að því var lokið fórum við að vinna með forritið Power point og kláraði ég það.

Það sem að ég lærði af þessu var að ég varð miklu betri á power point eins og að taka t.d upp þar, setja glærurnar betur upp og setja ramma utan um texta og myndir Shocking. En einnig lærði ég allt um Hallgrím Pétursson og það sem að tengist honum.

Ég lenti í engum erfileikum sem að urðu á vegi mínum.

En ég fór í upload á Slideshare.net og fór síðan í browse and select files og þar valdi ég skjalið sem að ég vildi setja inn á, næst skrifaði ég nafnið og upplýsingar um showið og ýtti á publish.

Ragnar Már kveður  Whistling

 

 


Hæ Hæ

þetta er mitt fyrsta blogg og endilega adda mér  Pinch

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband